Fréttir | 16. ágúst 2019 - kl. 10:16
Matarhátíðin Réttir Food Festival hefst í dag

Matarhátíðin Réttir Food Festival hefst á Norðurlandi vestra í dag og stendur fram til 25. ágúst. Veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu standa að hátíðinni og bjóða þeir gestum sínum upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Þessa tíu daga verða fjölmargar uppákomur, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.

Á vef hátíðarinnar, www.rettir.is er hægt að kynna sér það sem verður í boði, t.d. verður eþíópískt kvöld á Ömmukaffi, pólskur matur á Kiljunni, grillveisla á Gauksmýri og þjóðlegt kaffihlaðborð í Húnabúð.

Hátíðin, sem haldin er í fyrsta sinn, er styrkt af Ferðamálafélagi Húnaþings vestra, Ferðafélagi Austur-Húnavatnssýslu, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga