Fréttir | 18. ágúst 2019 - kl. 18:04
ÍH engin fyrirstaða

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar átti ekki í vandræðum með lið Íþróttafélags Hafnarfjarðar í gær er leikin var 13. og næst síðasta umferðin í B-riðli á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla 4. deild. Leikurinn varð aldrei spennandi og endaði með því að Kormákur/Hvöt skoraði sex mörk en ÍH ekkert. Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði tvö mörk, Bergsveinn Snær Guðrúnarson eitt og Diego Moreno Minguez skoraði enn eina þrennuna.

Kormákur/Hvöt er áfram í öðru sæti riðilsins með 32 stig en Snæfell er efst með 34 stig. Hvíti riddarinn er í þriðja sæti með 31 stig. Tvö lið komast upp úr riðlinum í úrslitakeppni 4. deildar. Síðasta umferðin verður leikin í þessari viku. Kormákur/Hvöt mætir Úlfunum á Framvellinum laugardaginn 24. ágúst klukkan 12 en fimmtudaginn 22. ágúst tekur Hvíti riddarinn á móti Snæfelli á Varmárvelli. Æsispennandi umferð framundan og miðað við gott gengi Kormáks/Hvatar má búast við að liðið klári sinn leik og komist í úrslitakeppnina.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga