Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Fréttir | 19. ágúst 2019 - kl. 08:48
Nýr sveitarstjóri tekur til starfa

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir tók við stöðu sveitarstjóra í Húnaþingi vestra 15. ágúst síðastliðinn af Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem gegnt hefur starfinu í rúm fimm ár. Síðastliðin tvö ár hefur Ragnheiður Jóna starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í 10 ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.

Ragnheiður Jóna lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hún stundað nám í Opinberri stjórnsýslu og lokið námslínunni Forysta til framþróunar - leið stjórnenda til aukins árangurs, við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga