Fréttir | 19. ágúst 2019 - kl. 09:17
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðs fólks

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning sem gildir milli fimm sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi í samningnum, sem tók gildi 1. janúar 2016, um að veita fötluðu fólki sem á lögheimili á svæðinu þjónustu í samræmi við ákvæði laga og eins og nánar er kveðið á um í samningnum. Gildistími var eitt ár en samningurinn var endurnýjaður með gilditíma til ársloka 2019. Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. september 2019 hvort stefna skuli að endurnýjun samningsins.

Sveitarfélögin fimm sem standa að samningnum eru Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra. 

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykktir á fundi sínu í síðustu viku að endurnýja ekki samninginn og fól sveitarstjóra að hefja vinnu við næstau skref við yfirtöku málaflokksins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga