Frá Skagastrandarhöfn
Frá Skagastrandarhöfn
Fréttir | 21. ágúst 2019 - kl. 14:18
Skagastrandarhöfn verði markaðssett fyrir skemmtiferðaskip

Sveitarfélagið Skagaströnd ætlar að sækja um þátttöku í Cruise Iceland þar sem Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur kostur fyrir skemmtiferðaskip að eiga viðkomu í. Á Norðurlandi eru hafnir á Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Grímsey og Húsavík og Raufarhöfn þátttakendur í Cruise Iceland en alls eru hafnirnar á um 20 talsins allt í kringum landið. Aðildin var rædd á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins í gær og var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.

Í könnun sem Cruise Iceland lét gera í fyrra skapa komur skemmtiferðaskipa 920 störf og 16,4 milljarða í tekjur á Íslandi. Könnunin var gerð um borð í skipum sem höfðu viðdvöl á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík á tímabilinu júní til ágúst 2018. Alls voru 2.259 farþegar spurðir.

Nánari upplýsingar um Cruise Iceland eru hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga