Sumarleikhús æskunnar. Ljósm: sumarleikhus.com.
Sumarleikhús æskunnar. Ljósm: sumarleikhus.com.
Fréttir | 23. ágúst 2019 - kl. 07:24
Litla hryllingsbúðin á Hvammstanga

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra sýnir uppsetningu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Félagsheimili Hvammstanga á morgun, laugardaginn 24. ágúst klukkan 18:00. Sýningin er fyrsta uppsetning sumarleikhússins sem er sjálft nýtt af nálinni. Handbendi Brúðuleikhús stendur að sýningunni með stuðningi Leikflokks Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Húnaþing vestra og Barnamenningarsjóði Íslands. Í leikhópnum eru tíu ungmenni úr sveitarfélaginu á aldrinum 8 til 16 ára.

„Unga fólkið hefur unnið undir handleiðslu Péturs Guðjónssonar og tekið virkan þátt í öllum þáttum uppsetningarinnar, ekki aðeins leiknum heldur leikmyndarhönnun, búningahönnun, lýsingu og hljóðmynd, sem þýðir að verkefnið er leitt af unga fólkinu sjálfu,“ segir í tilkynningu frá Handbendi Brúðuleikhúsi.

Húsið opnar klukkan 17:30 og miðaverð kr. 1000. Athugið að enginn posi verður á staðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga