Fréttir | 22. ágúst 2019 - kl. 16:17
Almennur félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár

Félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár verður þann 28. ágúst n.k. Á fundinum verður m.a. farið fyrir þá stöðu sem nú er komin upp eftir að leigutakinn, Lax-á ehf. Sagði upp samningi um ána frá og með 1. ágúst á þessu ári. Samningurinn var til loka næsta árs eða 2020.

Sigurður Ingi Guðmundsson, formaður veiðifélagsins, segir í frétt á mbl.is í gær að stefnt sé að því almennur félagsmannafundur meti hvað gera skuli í framhaldinu. Hann staðfesti einnig að nokkrir aðilar hefðu sett sig í samband og lýst yfir áhuga sínum á samstarfi um árnar. Hann vonast til þess að ákveðið verði á fundinum að bjóða árnar út fljótlega eða gengið verði til viðræðna við einhvern af þeim aðilum sem lýst hafa yfir áhuga á að taka árnar á leigu.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga