Fréttir | 07. september 2019 - kl. 09:20
Síðasti heimaleikur Kormáks/Hvatar
Allir á völlinn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tekur á móti Ægi úr Þorlákshöfn í fyrri leik undanúrslita 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla í dag. Leikurinn fer fram á Blönduósvelli og hefst klukkan 12. Þetta er síðasti heimaleikur ársins og er frítt inn í boði Blönduósbæjar. Ægir vann í D riðli deildarinnar í sumar nokkuð örugglega og tapaði aðeins einum leik.

Liðið sló svo Ými út úr áttaliða úrslitum. Liðið skoraði 55 mörk í riðlakeppninni og fékk aðeins 10 mörk á sig svo hér er öflugur andstæðingur á ferðinni og verða liðsmenn Kormáks/Hvatar að taka á honum stóra sínum til að ná hagstæðum úrslitum.

Seinni leikurinn fer fram í Þorlákshöfn á miðvikudaginn klukkan 17. Allir á völlinn!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga