Réttað í Auðkúlurétt í dag.
Réttað í Auðkúlurétt í dag.
Fréttir | 07. september 2019 - kl. 08:09
Stærsta réttarhelgi ársins

Fé er nú flest komið af fjalli og verður réttað víða um land um helgina sem er stærsta réttarhelgi ársins. Helstu fjárréttir í Húnavatnssýslum sem fram fara í dag eru Auðkúlurétt við Svínavatn, Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði, Undirfellsrétt í Vatnsdal, Víðidalstungurétt í Víðidal og Stafnsrétt í Svartárdal. Skrapatungurétt í Laxárdal og Hlíðarrétt/Bólstaðarhlíðarrétt fara fram á morgun. Veðurspáin er ágæt en líklegt að eitthvað rigni fyrri partinn í dag en síður á morgun.

Fjárréttir í Húnavatnssýslum haustið 2019 í stafrófsröð.

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún., laugardaginn 7. sept. kl. 8.00.
Beinakeldurétt, A.-Hún. sunnudaginn 1. sept. kl. 9.00.
Fossárrétt í A.-Hún., laugardaginn 7. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún., laugardaginn 14. sept.
Hlíðarrétt / Bólstaðarhlíðarrétt, A.-Hún., sunnudaginn 8. sept. kl. 16.00.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún., laugardaginn 7. sept. kl. 9.00.
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand., laugardaginn 14. sept. kl. 13.00.
Kjalarlandsrétt, A.-Hún., laugardaginn 7. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún., laugardaginn 7. sept. kl. 9.00.
Rugludalsrétt í Blöndudal, A.-Hún., laugardaginn 31. ágúst kl. 16.00.
Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún., sunnudaginn 8. sept. kl. 9.00.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún., laugardaginn 7. sept. kl. 8.30.
Sveinsstaðarétt, A.-Hún., sunnudaginn 8. sept. kl. 10.00.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún., föstudaginn 6. sept. kl. 13.00 og lau. 7. sept. kl. 9.00.
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún., föstudaginn 6. sept. kl. 9.00.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún., laugardaginn 7. sept. kl. 10.00.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún., laugardaginn 14. sept.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga