Tilkynningar | 09. september 2019 - kl. 12:46
Knattspyrnuþjálfari óskast á Blönduós

Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir því að ráða þjálfara yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar 2020. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Knattspyrnudeild Hvatar heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi, æfingum fyrir 8.-3. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring. Mikið og gott starf er unnið á vegum deildarinnar og tekur Hvöt þátt í hinum ýmsu knattspyrnumótum víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í 5.-3. flokki í Íslandsmóti.

Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a:

  • Halda úti knattspyrnuæfingum í 8.-3. flokki
  • Mót og keppnisferðir yngri flokka
  • Skráning og utanumhald iðkenda
  • Umsjón með samskiptum milli þjálfara, foreldra, stjórnar og íþróttafélaga og íþróttasambanda
  • Umsjón með auglýsingum og upplýsingagjöf varðandi starf félagsins auk annarra tilfallandi verkefna sem stjórn felur honum.

Óskað er eftir að með umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar.

Allar almennar upplýsingar veitir Erla Ísafold, formaður knattspyrnudeildar, í síma 825-1133. Umsóknir óskast sendar á netfangið hvot@simnet.is. Umsóknarfrestur er til 13. október 2019.

Blönduós er 950 manna sveitarfélag í Austur-Húnavatnssýslu. Á Blönduósi má finna alla helstu þjónustu ásamt leikskóla, grunnskóla og dreifnám. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar ásamt sundlaug. Upplýsingar um Blönduósbæ má finna á heimasíðunni: www.blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga