Fréttir | 09. september 2019 - kl. 12:50
Opið hús hjá Tónlistarskóla A-Hún.

Opið hús verður hjá Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga í húsnæði skólans að Húnabraut 26 á Blönduósi, þriðjudaginn 10. september frá klukkan 17-19. Íbúum gefst tækifæri á að skoða húsnæði skólans og þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu að undanförnu. Íbúar eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemi skólans og þiggja léttar veitingar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga