Fréttir | 11. september 2019 - kl. 18:52
Tap í Þorlákshöfn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tapaði í dag seinni leiknum gegn Ægi úr Þorlákshöfn í fjögurra liða úrslitum 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Leikurinn hófst klukkan 17 í Þorlákshöfn og endaði 3-0. Fyrri leikurinn sem fram fór á Blönduósvelli á laugardaginn endaði 1-1 og vann Ægir því rimmuna samanlagt 4-1. Ægir fer í úrslitaleik 4. deildar og spilar í 3. deild næsta sumar. Kormákur/Hvöt spilar um þriðja sæti 4. deildar á laugardaginn gegn Hvítariddaranum eða Elliða.

Leikmenn Ægis byrjuðu leikinn af miklum krafti í dag og skoruðu strax fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar höfðu þeir tvöfaldað forystuna er þeir skoruðu á 8. mínútu leiksins. Kormákur/Hvöt átti fékk fá færi í fyrri hálfleiknum til að minnka muninn og var staðan í hálfleik 2-0. Lítið markvert gerðis í seinni hálfleik en liðsmenn Kormáks/Hvatar heldur betri. Undir lok venjulegs leiktíma voru það þó Ægis-menn sem skoruðu síðasta mark leiksins úr víti, 3-0 lokatölur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga