Fréttir | 16. september 2019 - kl. 22:47
Fyrsti fundur vetrarins hjá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi
Tilkynning frá stjórn Blöndu

Miðvikudaginn 18. september kl. 20:00 verður félagafundur í húsnæði Björgunarfélagsins Blöndu. Með fundinun munum við hefja vetrarstarfið og leggja línur að því hvað við ætlum að gera í vetur. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Dagskrá

  1. Starf vetrarins.
  2. Framkvæmdir á Efstubraut 3.
  3. Önnur mál.

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga