Vermundur frá Veigarstöðum glansandi fínn með nýja húfu. Ljósm: hunathing.is
Vermundur frá Veigarstöðum glansandi fínn með nýja húfu. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 18. september 2019 - kl. 11:34
Steinkallarnir í Húnaþingi vestra í fóstur

Í Húnaþingi vestra býr fjöldinn allur af skemmtilegum steinaköllum sem setja svo sannarlega svip sinn á sveitarfélagið. Þeir hafa nú fengið "fósturmömmur" sem ætla að sjá til að þess að þeir séu alltaf fínir og flottir til fara. Góðgerðarsamtökin Gærurnar höfðu lýst áhuga sínum á að hlúa að steinaköllunum með því að meðal annars prjóna á þá húfur, mála þá og fleira. Umhverfisstjórinn í Húnaþingi vestra tók mjög vel í hugmyndina og fagnaði þessu skemmtilega og umhyggjusama framtaki með því að skrifa undir samkomulag við Gærurnar. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.

Samkomulagið tók gildi þann 3. júní s.l., sem er afmælisdagur Önnu Ágústsdóttur listakonu en steinakallarnir eru sköpunarverk Önnu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga