Ljósm: hsn.is
Ljósm: hsn.is
Fréttir | 18. september 2019 - kl. 11:44
Árleg inflúensubólusetning

Í byrjun næsta mánaðar hefst árleg inflúensubólusetning á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi. Sóttvarnarlæknir mælist til að allir einstaklingar eldri en 60 ára bólusetji sig svo og öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

Einnig er æskilegt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í framantöldum áhættuhópum fái bólusetningu svo og þungaðar konur. Bóluefnið er ofangreindum áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi:

Þriðjudaginn 1. október klukkan: 13:00-15:00
Miðvikudaginn 2. október klukkan: 13:00-15:00
Þriðjudaginn 8. október klukkan: 13:00-15:00

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd:

Fimmtudaginn 3. október klukkan: 9:00-11:00

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga