Fréttir | 19. september 2019 - kl. 10:05
40 ára afmæli FNV um helgina

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra heldur upp á 40 ára afmæli sitt á laugardaginn. Allir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans klukkan 13. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans klukkan 14:00-15:30. Skólinn, sem hér til að byrja með Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki var fyrst settur 22. september árið 1979.

Stofnendur fjölbrautarskólans voru sveitarfélög á Norðurlandi vestra ásamt ríkissjóði. Nemendur hafa verið í kringum 500 talsins undanfarin ár, bæði í bóknámi, verknámi og starfsnámi. Þá hefur dreifnám verið í boði á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Heimavist hefur verið við skólann frá upphafi en flestir nemendur koma af Norðurlandi vestra.

Á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnun fjölbrautarskólans hafa aðeins verið tveir skólameistarar verið við stjórnvölin. Jón F. Hjartarson var í 32 ár eða frá stofnun til haustannar árið 2011 en þá tók Ingileif Oddsdóttir við starfinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga