Vatnsdalur var allur á floti í apríl. Ástandið er ekki eins slæmt núna. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Vatnsdalur var allur á floti í apríl. Ástandið er ekki eins slæmt núna. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 20. september 2019 - kl. 10:49
Aurskriða féll á Vatnsdalsveg

Veginum um Vatnsdal við Hjallaland var lokað um tíma í morgun en þá féll skriða á veginn í kjölfar vatnavaxta. Rigningar og vatnavextir hafa haft áhrif á samgöngur víða um land undanfarinn sólarhring og allvíða eru skemmdir á vegum. Búið er að opna veginn um Vatnsdal en hann er erfiður yfirferðar þar sem unnið er að lagfæringu vegna aurskriðunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga