Fréttir | 21. september 2019 - kl. 11:55
Heilsudagar á Blönduósi hefjast á mánudaginn

Heilsudagar hefjast á Blönduósi á mánudaginn og standa út vikuna. Markmiðið er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga vel að heilsunni. Allir tímar á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar verða fríir en einnig verður skipulögð gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Samstarf verður við íþróttafélögin, Kjörbúðin gefur ávexti sem boðið verður uppá í Íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd býður uppá fría heilsufarsmælingu á HSN á Blönduósi.

Heilsuhópurinn heldur tvö námskeið; annars vegar með Dr. Janusi Guðlaugssyni, frá Heilsueflingu Janusar, þar sem hann fjallar um mikilvægi hreyfingar á eldri árum og hins vegar er fyrirlestur, Tækniæfingar og gönguferð með Vilborgu Örnu Gissurardóttur, en Vilborg hefur m.a. komist á topp Everest fjalls.

Dagskrá heilsudaganna 23.-28. september

Mánudagurinn 23. september

Sýnikennsla í þreksal fyrir 50 ára og eldri

Steinunn Hulda Magnúsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur mun vera með sýnikennslu á tækin í þreksal fyrir einstaklinga 50 ára og eldri. 

Farið verður yfir hvernig tækin virka og stillingar á þeim, sýndar verða nokkrar æfingar auk þess sem fólk gefst tími til að prófa tækin og fá leiðsögn með rétta beitingu. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á steinamagg@gmail.com eða hringja í s: 869-4857. 

Hægt er að velja um tvær tímasetningar 10:00 – 10:45 og 11:00 – 11:45. Hámarksfjöldi er 6 manns í hvorn hóp. 

Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar. Regluleg hreyfing veitir andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og hjálpar fólki að viðhalda getunni til að vera sem lengst sjálfbjarga í daglegu lífi. Ráðleggingar segja til um að einstaklingar 50 ára og eldri eigi að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag.

15:00 – 17:00 Knattspyrnuæfingar hjá Hvöt

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa í vikunni gjaldfrjálst.

16:30 – 18:00 Sundæfing hjá sunddeild Hvatar

Æfingar fyrir 3.-4. bekkur kl. 16:30 -17:00

Æfingar fyrir 5.-10. bekkur kl. 17:00-17:45 Sunddeildin býður foreldrum iðkenda að mæta með börnunum sínum í tímana sem eru 23. og 24. september. Einnig býður deildin áhugasama að koma og kynna sér námskeið sem verða í boði í október.

17:00 – 18:00 Frjálsíþróttaæfing hjá Hvöt

Æfingar fyrir 5.-10. bekk. 

Frjálsíþróttadeildin hvetur nýja iðkendur að koma og prófa í vikunni. Bjarni Stefánsson ólympíufari kemur og verður með umræðu og kennslu í startblokkum mánudaginn 23. sept en fyrir þá sem ekki þekkja til afreka Bjarna þá hefur hann keppt á tveimur Ólympíuleikum í spretthlaupi.  

18:00 – 19:00  Metabolic tími

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

Metabolic er árangursrík, fjölbreytt og skemmtileg hópþjálfun fyrir alla þá sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap og hentar sérstaklega þeim sem hafa lítinn tíma til að æfa en vilja ná árangri.

19:00 – 20:30 Badminton fyrir karla og konur

Hægt að fá lánaðan spaða í afgreiðslu. Tekið vel á móti nýju fólki.

19:30  Fyrirlestur með Janusi Guðlaugssyni 
Janus Guðlaugsson verður með fyrirlestur í Norðursalnum í Íþróttamiðstöðinni mánudaginn 23. september kl. 19:30. Janus rekur fyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Í sumar var hann sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til eflingar heilbrigðs og íþrótta eldri borgara. www.janusheilsuefling.is

Þriðjudagurinn 24. september

15:00 – 18:00 Knattspyrnuæfingar hjá Hvöt

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

16:30 – 18:00 Sundæfing hjá sunddeild Hvatar 

Æfingar fyrir 1. bekk kl. 16:30-17:00
Æfingar fyrir Stóra Fjallabæ kl. 17:00-17:30
Æfingar fyrir 2. bekk kl. 17:30-18:00  

Sunddeildin býður foreldrum iðkenda að mæta með börnum sínum í sundtíma dagana 23. og 24. september. Einnig býður deildin áhugasömum að koma á æfingatíma og kynna sér námskeið sem verða í boði í október.

18:00 – 19:00 Metabolic tími

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

18:00 – 20:00 Júdó æfing á vegum Júdófélagsins Pardusar. 

Júdó er frábær alhliða íþrótt sem styrkir iðkendur á sál og líkama. Júdó hentar breiðum hópi fólks, stelpum og strákum, konum og körlum, á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Lögð er áhersla á að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og líði vel á æfingum. Hvort sem þú vilt aðeins komast í góðan félagsskap í skemmtilegri íþrótt eða stefnir á keppni, þá ættir þú að finna eitthvað við þitt hæfi í okkar hópi.

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa í vikunni gjaldfrjálst. 

Æfingar fyrir 1- 4. bekk kl. 18:00 – 19:00
Æfingar fyrir 5. bekk og upp úr kl. 19:00 – 20:00

20:00 – 21:00 Körfubolti karlar

Opinn tími fyrir alla karla. Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

Miðvikudagurinn 25. september

11:00 – 14:00  Heilsufarsmæling á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.

Öllum er frjálst að koma og fá heilsufarsmælingu sér að kostnaðarlausu. Mælingarnar fara fram á HSN (Heilbrigðisstofnun á Blönduósi). Það er von okkar að sem flestir nýti sér þessa mælingu. Við eigum aðeins einn líkama og verðum að hugsa vel um hann.

15:00 – 16:00 Knattspyrnuæfingar hjá Hvöt

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

16:00 – 18:00 Frjálsíþróttaæfingar hjá Hvöt

Æfingar fyrir 5.-7. bekk kl. 16:00-17:00 
Æfingar fyrir 8.-10. bekk kl. 17:00-18:00

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

16:30 – 18:00 Sundæfing hjá sunddeild Hvatar 

Æfingar fyrir 3.-4. bekkur kl. 16:30 -17:00
Æfingar fyrir 5.-10. bekkur kl. 17:00-17:45

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa

18:00 – 19:00 Knattspyrnuæfingar hjá Hvöt

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

19:00 – 20:00  Metabolic tími 

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

20:00 – 21:00 Fótbolti karlar

Opinn tími fyrir alla karla. Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

Fimmtudagurinn 26. september

15:00 – 18:00 Knattspyrnuæfingar hjá Hvöt

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

18:00 – 19:00  Metabolic tími

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

18:00 – 20:00  Júdó æfingar á vegum Júdófélagsins Pardusar

Æfingar fyrir 1.- 4. bekk kl. 18:00 – 19:00
Æfingar fyrir 5. bekk og upp úr kl. 19:00 – 20:00

Hvetjum nýja iðkendur til að koma og prófa.  

20:00 – 22:00  Félagsmiðstöðin Skjólið með Sundlaugarpartý í sundlauginni 
Sundlaugin lokuð fyrir almenning á meðan.

19:00 – 20:30 Badminton fyrir karla og konur

Hægt að fá lánaðan spaða í afgreiðslu. Tekið vel á móti nýju fólki.

Föstudagurinn 27. september

15:00 – 15:45  Barnametabolic tími. 5.-7. bekkur

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

16:00 – 17:00  Metabolic tími

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum

20:30  Vilborg Arna Gissurardóttir með fyrirlestur
Fyrirlestur um grunnatriði í göngu og útivist í Norðursalnum í Íþróttamiðstöðinni. 
www.vilborg.is  

Laugardagurinn 28. september

10:00  Gönguferð með Vilborgu Örnu Gissurardóttur
Vilborg verður með létta gönguferð með tækniæfingum í nágrenni við Blönduós. Mæting á bílastæðið við Norðursalinn.

10:00 – 11:00  Metabolic tími

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

11:00 – 11:45  Unglingametabolic tími, 8.-10. bekkur

Erla Jakobsdóttir Íþróttafræðingur og ÍAK einkaþjálfari er með tímann í íþróttasalnum.

Dagskrá heilsudaga má einnig sjá á vef Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga