Veiðimaðurinn með hrygnuna stóru úr Vatnsdalsá. Ljósm: FB/Vatnsdalsá
Veiðimaðurinn með hrygnuna stóru úr Vatnsdalsá. Ljósm: FB/Vatnsdalsá
Fréttir | 21. september 2019 - kl. 12:36
Laxveiðiveisla í Ásunum

Laxveiðitímabilið er að renna sitt skeið þetta sumarið. Veiði lauk í Laxá á Ásum á hádegi í gær og bauð áin upp á laxveiðiveislu í Langhyl þar sem veiðimenn lönduðu 30 löxum á nokkrum klukkutímum. Veiði í Laxá á Ásum í sumar var meiri en í fyrra og fer áin líklega yfir 800 veidda laxa í sumar miðað við rétt rúmlega 700 laxa í fyrra.

Miðfjarðará skaust upp í annað sætið á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstar ár landsins. Að kvöldi miðvikudags höfðu veiðst 1.533 laxar í ánni. Blanda stendur í 638 löxum, Víðidalsá í 402 og Vatnsdalsá í 395. Almennt er veiði mun minni í sumar en í fyrra.

Stærsti lax sem veiðst hefur í Vatnsdalsá í sumar veiddist í Þórhöllustaðahyl í vikunni en hann var 102 sentímetra löng hrygna. Þetta er annar fiskurinn í Vatnsdalá sem nær hundrað sentímetrum og yfir. Sá fyrri var sléttir hundrað sentímetrar og veiddist í Línufljóti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga