Laxveiði í Blöndu
Laxveiði í Blöndu
Fréttir | 24. september 2019 - kl. 09:17
Veiðifélagið Starir tekur við Blöndu og Svartá

Á fundi Veiðifélags Blöndu og Svartár í gærkvöldi var ákveðið að ganga til samninga við veiðifélagið Starir um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá. Samkvæmt frétt á veiðivefnum Vötn og veiði er samningurinn til fimm ára og leiguverð í kringum 60 milljónir króna. Starir leigja m.a. Þverá, Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna, Straumana og Nessvæðið í Laxá í Aðaldal. Lax-á hefur verið leigutaki í Blöndu og Svartá undanfarin ár en sagði upp samningi í byrjun síðasta mánaðar vegna lélegrar laxveiði.

Árni Baldursson, eigandi Lax-ár, sagði þá í fréttum að hann væri alls ekki að hlaupa burt og vildi endilega halda áfram en með breyttu sniði. Hann sagðist vilja nota tækifærið í þessu erfiða árferði og stíga skrefið til fulls í verndun laxastofna á vatnasvæði Blöndu. Gera ána að fluguveiðiá og bannað annað agn allt frá sjó og inn á heiðar. Þá sagðist hann einni vilja taka upp algera sleppiskyldu á stórlaxi og stórminnka kvóta á smálaxinum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga