Hólaneskirkja
Hólaneskirkja
Fréttir | 27. september 2019 - kl. 11:37
Fjölskyldumessa í Hólaneskirkju

Haldin verður fjölskyldumessa í Hólaneskirkju á sunnudaginn, 29. september klukkan 11:00. Helgihaldið verður við hæfi allra kynslóða og tónlistin af því tagi að allir ættu að geta sungið með. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygilinn og félagar úr kór Hólaneskirkju leiða söng. Eftir messu er boðið upp á veitingar á kirkjuloftinu. Yngsta kynslóðin fær bók með biblíusögum og límmiða.

Fermingarbörn eru  hvött til að ganga til kirkju. Fundur verður með foreldrum þeirra klukkan 12:30  í kirkjunni.

Kirkjustarf á haustmisseri í Hólaneskirkju

Sunnudagaskóli alla sunnudaga klukkan 11:00.

TTT - starf fyrir börn tíu til tólf ára á mánudögum kl. 14:00-15:00. Fyrsta samvera verður 30. sept. hálfum mánuði síðar 14. okt. verður samvera nr. 2.

Æskulýðsfélag Hólaneskirkju á mánudagskvöldum kl. 20:00-21:30.

Óvissuferð æskulýðsfélagsins verður farin miðvikudag 9. okt. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 19:00 komið til baka um kl. 22:00.

Sæborg: Prestur kemur í heimsókn á miðvikudögum kl. 11:00-13:00.

Viðtalstímar við prest eftir samkomulagi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga