Fulltrúar nemenda afhenda Sigurgeiri Þór Jónassyni forseta sveitarstjórnar plagg með áskorunum í loftlagsmálum. Ljósm: blonduos.is
Fulltrúar nemenda afhenda Sigurgeiri Þór Jónassyni forseta sveitarstjórnar plagg með áskorunum í loftlagsmálum. Ljósm: blonduos.is
Fréttir | 27. september 2019 - kl. 15:48
Uppreisn gegn loftlagsbreytinga

Nemendur í 7. og 8. bekk Blönduskóla slepptu skóla klukkan 11 í dag til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans. Farin var kröfuganga frá skólanum og gengið upp í sjoppu, niður í búð og svo út á sveitarstjórnarskrifstofu þar sem þau afhentu bæjaryfirvöldum áskorun um að gera betur í loftslagsmálum.

Sagt er frá þessu á vef Blönduskóla. Nú í vikunni er alþjóðleg mótmælavika ungmenna og ákváðu nemendur að taka þátt í henni. Þau höfðu útbúið kröfuspjöld á ýmsum tungumálum í enskutímum, undirbúið gönguna og kynnt verkefnið fyrir öðrum nemendum skólans.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga