Slagarasveitin
Slagarasveitin
Fréttir | 01. október 2019 - kl. 21:34
Slagarasveitin með tónleika á Hvammstanga

Hljómsveitin Slagarasveitin ætlar að spila nokkur lög á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga laugardaginn 5. október klukkan 20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur. Hægt verður að hlusta á lagið á Spotify og sjá myndband á Youtube á föstudaginn.  

Slagarasveitin var stofnuð á Hvammstanga í desember árið 1986. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin starfað með misjafnlega löngum hléum en áhuginn, krafturinn og gleðin eru alltaf til staðar.

Stofnendur Slagarasveitarinnar og meðlimir frá upphafi eru: Geir Karlsson, bassi og söngur, Ragnar Karl Ingason, gítar og sögur og Skúli Þórðarson, trommur, ásláttur og söngur. Í dag eru Stefán Ólafsson (gítar og söngur) og Valdimar Gunnlaugsson (söngur) einnig meðlimir sveitarinnar.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga