Fréttir | 06. október 2019 - kl. 06:36
Ráða verkefnastjóra iðnaðar

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur staðfest samning um stuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við iðnaðaruppbyggingu á Norðurlandi vestra. Með samningnum er gert ráð fyrir að eftirstöðvar samnings frá 2016, sem hafði stoð í þingsályktunartillögu um iðnaðaruppbyggingu í Austur Húnavatnssýslu frá árinu 2013, verði nýttar til ráðningar starfsmanns sem fær starfsheitið verkefnisstjóri iðnaðar. Samningurinn frá 2016 hefur verið víkkaður út og nær nú yfir Norðurland vestra allt.

Um tveggja ára verkefni er að ræða sem er fjármagnað af fyrrgreindum samningi að hluta og verður áhersluverkefni að hluta, að því er fram kemur í fundargerð stjórnar SSNV frá 24. september síðastliðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga