Fréttir | 07. október 2019 - kl. 11:23
144 ökumenn sektaðir um helgina

Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði 144 ökumenn um helgina fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður sem stöðvaður var í Blönduhlíð í Skagafirði á 166 kílómetra hraða á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá var einn ökumaður tekinn undir áhrifum áfengis. Mikil umferð var í umdæminu um helgina enda nokkrir fjölsóttir viðburðir í gangi eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi.

Umferð gekk að öðru leyti vel og var aðeins eitt minniháttar umferðarslys tilkynnt til lögreglu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga