Hrútasýning í Hvammi II í fyrra. Ljósm: Gunnar Rúnar Kristsjánsson.
Hrútasýning í Hvammi II í fyrra. Ljósm: Gunnar Rúnar Kristsjánsson.
Fréttir | 07. október 2019 - kl. 16:05
Hrútasýning í Vatnsdal

Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps verður haldin í hesthúsinu í Hvammi II í Vatnsdal á morgun, þriðjudaginn 8. október klukkan 19. Þar verða sýndir lambhrútar í eigu félagsmanna. Keppt verður í þremur flokkum; hvítum hyrndum, hvítum kollóttum og mislitum. Allir áhugamenn um sauðfjárrækt eru velkomnir og helst eiga allir að vera í lopapeysum, að því er segir í tilkynningu frá fjárræktarfélaginu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga