Hópurinn sem gekk saman á sunnudaginn. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Hópurinn sem gekk saman á sunnudaginn. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 10. október 2019 - kl. 12:01
Gönguhópur Blönduóss stofnaður

Gönguhópur Blönduóss var stofnaður nýverið. Hann er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir sameiginlegu áhugamáli, sem er að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í gönguhópinn. Ekki er boðið upp á skipulagða leiðsögn í göngum en allir eru hvattir til að deila þeim fróðleiks sem þeir búa yfir.  Fyrsta ganga hópsins var síðastliðinn sunnudag og mættu 22 vaskir göngugarpar.

Gönguleiðin var kölluð Veiðileiðin en gengið var frá Íþróttamiðstöðinni að tjaldsvæðinu, þaðan meðfram Blöndu og yfir brúnna á veiðisvæði 1. Haldið var svo áfram að hesthúsahverfinu Arnargerði og þaðan niður Svínvetningabraut yfir brú og aftur að Íþróttamiðstöðinni. Vegalengdin var um fimm kílómetra löng.

Gönguhópur Blönduóss er á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga