Frá starfsdeginum á Húnavöllum. Ljósm: Aðsend.
Frá starfsdeginum á Húnavöllum. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 14. október 2019 - kl. 15:16
Starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla síðastliðinn föstudag. Markaði hann upphaf að þróunarverkefni skólanna sem nefnist Færni til framtíðar. Í upphafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt er að nýta hana bæði í starfi og einkalífi.

Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn og nærumhverfi.

Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra. Þar kemur fram að á starfsdeginum hafi nokkrir frábærir fyrirlestrar mætt og haldið erindi. Áhersla þeirra hafi verið á að kenna hvernig hægt sé að ná fram því besta í hverjum og einum og hvernig það hjálpar öllum í samskiptum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga