Ljósm: Sena-Íslenskri tónar / is.wikipedia.org.
Ljósm: Sena-Íslenskri tónar / is.wikipedia.org.
Fréttir | 17. október 2019 - kl. 10:58
Gömlu-dansa-ball á Laugarbakka

Menningarfélag Húnaþings vestra stendur fyrir gömlu-dansa-dansleik í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka annað kvöld, föstudaginn 18. október klukkan 20. Þeir sem sjá um tónlistina eru Marinó Björnsson, Skúli Einarsson og Sigurður Ingvi Björnsson. Þá ætla Sveinn Kjartansson og Þorvaldur Pálsson einnig að spila, sem og Bjössi og Benni og svo Hljómsveit Ragnars Leví.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur og verður posi á staðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga