Fréttir | 18. október 2019 - kl. 10:30
Auglýst eftir umsóknum um styrki vegna viðburða og verkefna í Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða eru í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020. Skila þarf umsókn á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Húnavatnshrepps og þarf hún að berast í síðasta lagi 29. október næstkomandi.

Í tilkynningu á vef Húnavatnshrepps segir að styrkir séu ekki veittir eftir á og að styrkveiting feli ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.

Rafrænt umsóknareyðublað má finna hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga