Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Fréttir | 18. október 2019 - kl. 13:30
Vill Vatnsnesveg framar í áætluninni

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag það vera mikið afrek að framkvæmdir við Vatnsnesveg hafi ratað inn á nýja samgönguáætlun. Íbúar á Vatnsnesi hafa lengi barist fyrir bættum vegasamgöngum enda vegurinn slæmur og umferð um nesið aukist mikið. Samkvæmt samgönguáætluninni á að veita þremur milljörðum króna í samtals 60 kílómetra kafla á árunum 2030-2034.

Ragnheiður Jóna sagði að með þessu væri hálfur sigur unninn og ætlar hún að beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt. Hún sagði að á næstu dögum yrði haft samband við ráðherra til að fá fund með honum og fara yfir stöðuna til að kanna hvort það sé eitthvað hægt að koma veginum framar í áætluninni. Hún segir það ljóst að vegurinn mun ekki batna á næstu tíu árum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga