Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. október 2019 - kl. 10:29
Lóðir á Skagaströnd auglýstar án gatnagerðargjalda

Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsir á vef sínum byggingarlóðir við tilbúnar götur á Skagaströnd með 100% afslætti gatnagerðargjalda. Er það í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 20. ágúst síðastliðnum um að auglýsa byggingalóðirnar sérstaklega. Umsóknir eiga að berast eigi síðar en 1. maí á næsta ári og verða afgreiddar af hafnar- og skipulagsnefnd. Röð umsókna gildir um nýtingu afsláttarins.

Fram kemur á vef Skagastrandar að við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að byggingarframkvæmdir skuli hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar hafi hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára. Að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðargjalda.

Lóðir sem falla undir framangreint ákvæði um afslátt eru:

  • Bogabraut – ein lóð norðan götu nr. 25.
  • Suðurvegur – þrjár lóðir austan götu nr. 5,7 og 11
  • Sunnuvegur – tvær lóðir vestan götu nr. 10 og 12
  • Ránarbraut – ein lóð norðan götu nr. 3 og
    fimm lóðir sunnan götu nr. 2, 4, 6, 8 og 10.
  • Oddagata – ein lóð austan götu nr. 3.
  • Hólanesvegur – ein lóð vestan götu nr. 6.
  • Skagavegur – tvær lóðir austan götu, nr. 4 og parhúsalóð nr. 6-8.
  • Bankastræti – ein lóð sunnan götu nr. 5.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga