Frá vettvangi. Ljósm:FB/logr.nv
Frá vettvangi. Ljósm:FB/logr.nv
Fréttir | 25. október 2019 - kl. 10:10
Bíll út af veginum í Langadal í gærkvöldi

Bíll fór út af veginum í Langadal í gærkvöldi en veðrið var afspyrnuslæmt, blint og mikill skafrenningur. Ökumaður og farþegar sluppu án meiðsla og skemmdist bifreiðin lítið. Hún var dregin upp á veg af dráttarbifreið og héldu ferðamennirnir áfram ferð sinni. Á Facebook síðu lögreglunnar segir að ökumaður hafi gefið þá skýringu að „arctic fox“ hafi hlaupið fyrir bílinn og við það hafi hann fipast. Fram kemur að ekki hafi orðið alvarleg óhöpp í umferðinni í gær.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga