Spaugið | 28. október 2019 - kl. 13:33
Farandverkamaðurinn

Farandverkamaður í Neskaupstað fékk tölvupóst frá kærustu sinni í Reykjavík sem hljóðaði svona:- Kæri Jón. Ég get bara ekki lengur verið með þér. Fjarlægðin er bara allt of mikil. Ég hef líka haldið fram hjá þér, tvisvar, þannig að það er bara rétt að slíta þessu. Kær kveðja, Bubba.

P.s. þú mátt senda mé myndina af mér, sem ég sendi þér.

Verkamanninum í Neskaupstað sárnaði þetta auðvitað, hann hafði vonast eftir að sambandið héldi áfram eftir að störfum hans lyki hjá Síldarvinnslunni. Hann ákvað því að grípa til eigin ráða, hann leitaði til vinnufélaga sinna og bað þá um að láta sig hafa myndir af stelpum sem þeir gætu látið af hendi, systur, frænkur kærustur og vinkonur.

Á endanum var hann kominn með 52 myndir og sendi eftirfarandi bréf:- Kæra Bubba. Ég man bara ekki hver af þessum vinkonum mínum þú ert. Vinsamlegast taktu þína mynd úr bunkanum og sendu mér hinar 51 til baka. Kveðja, Jón.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga