Frá fyrsta fundi öldungaráðs. Ljósm: hunathing.is
Frá fyrsta fundi öldungaráðs. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 28. október 2019 - kl. 13:55
Fyrsti fundur öldungaráðs Húnaþings vestra

Öldungaráð er starfandi á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra og heyrir það undir sveitarstjórn. Ráðið er félagsmálaráð og sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni íbúa í sveitarfélaginu sem eru 60 ára og eldri. Nýverið hélt ráðið sinn fyrsta fund og á honum var tilmælum beint til sveitarstjórnar að standa vörð um og byggja frekar upp dagdvöl fyrir aldraða í Húnaþingi vestra, m.a. með því að fá leyfi fyrir dagdvalarplássum fyrir heilabilaða.  

Ráðið telur að reynslan af samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga um framkvæmd dagdvalarinnar sé mjög góð og hvetur sveitastjórn að leggja sitt af mörkum til að endurskoða með framhald í huga það samkomulag milli þessara aðila sem sagt var upp síðasta vor.

Fundargerðs fyrsta fundar öldungaráðs má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga