Fréttir | 29. október 2019 - kl. 14:04
Haustkaffi Húnvetningafélagsins

Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur sitt árlega haustkaffi næstkomandi sunnudag, 3. nóvember klukkan 15. Fer það fram í Kiwanishúsinu í Kópavogi að Smiðjuvegi 13a, sem er gul gata. Allir félagar Húnvetningafélagsins í Reykjavík og aðrir Húnvetningar eru boðnir velkomnir að koma og njóta veitinga og félagsskapar. Þá heldur félagið framhaldsaðalfund sinn 12. nóvember næstkomandi en ekki tókst að ljúka aðalfundi félagsins í maí síðastliðnum.

Fundurinn ferð fram í sal D á annarri hæð Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík og hefst klukkan 20. Efni fundarins er framhald frá fundinum í maí, kosningar og önnur mál.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga