Fréttir | 31. október 2019 - kl. 14:13
Allraheilagramessa í Hólaneskirkju

Allraheilagramessa verður í Hólaneskirkju á sunnudaginn, 3. nóvember og hefst hún klukkan 20. Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum. Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á síðastliðnu ári og skráðir í kirkjubækur prestakallsins. Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin eða setja nafn í körfu í anddyri kirkjunnar fyrir athöfn.

Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Þá má minna á sunnudagaskólann sem fer fram klukkan 11 á sunnudaginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga