Fréttir | 01. nóvember 2019 - kl. 07:59
Rjúpnaveiðitímabilið hafið

Í dag hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendur til 30. nóvember næstkomandi. Líklega hafa margir veiðimenn lagt snemma af stað í morgun til fjalla. Leyft er að veiða alla daga vikunnar nema miðvikudaga og fimmtudaga en umhverfisráðherra fjölgaði veiðidögum úr 15 í fyrra í 22 í ár. Er það í samræmi við tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Fuglaverndar, Skotveiðifélags Íslands og Umhverfisstofnunar.

Allir með lögheimili á Íslandi og tilskilin leyfi geta veitt rjúpu á þjóðlendum og á afréttum utan landareigna lögbýla. Aðeins má veiða á eignarlöndum með leyfi landeiganda. Bannað er að nota vélknúin farartæki við veiðarnar en aka má á vegum og merktum slóðum til og frá veiðilendum. Sölubann er á rjúpum og rjúpnaafurðum nú sem fyrr.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga