Tilkynningar | 01. nóvember 2019 - kl. 17:42
Viltu starfa við liðveislu eða vera stuðningsforeldri?

Félags- og skólaþjónusta A-Hún leitar eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa við liðveislu eða sem stuðningsforeldri.

Liðveisla er veitt einstaklingum til að rjúfa félagslega einangrun og/eða til að styðja við sjálfstæði þeirra. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi verkefni sem reyna á frumkvæði og aðlögunarhæfni liðveitenda. Ungir karlmenn (eldri en 18 ára) eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Umsókn um að starfa við liðveislu skal senda til félagsmálastjóra, Ásdísar Ýr Arnardóttur, á netfangið asdis@felahun.is. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum. Ekki er um að ræða sérstakan umsóknarfrest

Stuðningsforeldrar styðja við forsjáraðila og börn sem eru í þörf fyrir aukinn stuðning sökum erfiðra heimilisaðstæðna, hegðunarerfiðleika, fötlunar eða annarra ástæðna. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi verkefni sem reyna á frumkvæði og aðlögunarhæfni stuðningsforeldra. Sérstaklega er leitað eftir stuðningsforeldrum í dreifbýli. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálastjóri í síma 863-5013 eða í tölvupósti asdis@felahun.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga