Tilkynningar | 03. nóvember 2019 - kl. 11:30
Félagsvist í Félagsheimilinu á Blönduósi
Tilkynning frá Kvenfélaginu Vöku

Kvennfélagið Vaka mun halda sína árlegu félagsvist í Félagsheimilinu á Blönduósi. Spilað verður tvö kvöld, 6. nóvember og 13. nóvember. Bæði kvöldin verður byrjað að spila klukkan 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500 með kaffi.

Ef þú hefur áhuga á að spila en ert ekki klár í félagsvist, komdu þá hálftíma fyrr og þú færð leiðsögn hjá færum spilurum.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga