Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 06. nóvember 2019 - kl. 13:03
Íbúum fjölgar í Húnavatnssýslum

Íbúum í Húnavatnsýslum hefur fjölgað um 52 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. nóvember síðastliðinn. Þetta er hlutfallsleg fjölgun upp á 1,7%.  Fjöldi íbúa í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu var 3.089 en 1. desember 2018 var hann 3.037. Af sveitarfélögun fimm í sýslunum tveimur búa flestir í Húnaþingi vestra eða 1.204 og hefur íbúum fjölgað um 23 um 1,9%. Íbúum Blönduóss hefur fjölgað um 9 eða 1% og voru 944 talsins 1. nóvember. Íbúar á Skagaströnd voru 479 talsins 1. nóvember og hefur fjölgað um 20 á tímabilinu eða um 4,4%.

Einnig hefur fjölgað í Skagabyggð, úr 88 íbúum í 92 sem er 4,5% aukning. Íbúum í Húnavatnshreppur hefur aftur á móti fækkað um fjóra, fara úr 374 í 370 á tímabilinu.

Sjá nánar um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum á vef Þjóðskrár Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga