Fréttir | 06. nóvember 2019 - kl. 17:02
Lestrarömmur og afar óskast

Grunnskóli Húnaþings vestra fetar í fótspor annarra skóla á landinu og leitar nú eftir lestrarömmum og lestraröfum. Verkefnið er þannig að ömmur og afar koma í skólana og láta börnin lesa fyrir sig. „Okkur í Grunnskóla Húnaþings vestra langar til að hefja verkefni sem þetta og því leitum við til ykkar. Eru einhverjir áhugasamir sem eiga mögulega lausan klukkutíma eða fleiri á viku?,“ segir á vef skólans.

Þar er tekið fram að lestrarömmur eða afar þurfa ekki að vera eiginlegar ömmur eða afar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Helgu, ritara skólans í síma 455-2900 eða sendið tölvupóst á grunnskoli@hunathing.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga