Tilkynningar | 11. nóvember 2019 - kl. 22:23
Samningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands er runninn út
Orðsending til skjólstæðinga sjúkraþjálfara

Frá og með 12. nóvember munu sjúkraþjálfarar setja nýja gjaldskrá fyrir þjónustu sína þar sem samningur við SÍ er runninn út.

SÍ hefur ekki gengið að boði sjúkraþjálfara um rafræn samskipti, sem fela í sér sjálfvirka endurgreiðslu tryggingahlutans. Sjúkraþjálfarar eru því knúnir til að innheimta fullt gjald af skjólstæðingum sínum fyrir þjónustuna og beina því til þeirra að leita réttar síns varðandi endurgreiðslur hjá SÍ.

Með vinsemd og virðingu
Félag sjúkraþjálfara
www.physio.is

H÷f. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga