Skjáskot af tölvupósti sem barst Húnahorninu.
Skjáskot af tölvupósti sem barst Húnahorninu.
Fréttir | 12. nóvember 2019 - kl. 14:28
Varasamir tölvupóstar frá Blönduósbæ

Tölvuhakkarar hafa komist inn á tölvupósta starfsmanna á skrifstofu Blönduósbæjar og sent tölvupósta, t.d. til Húnahornsins, sem lítur út eins og um sé að ræða reikning frá Blönduósbæ. Á vefsíðu Blönduósbæjar kemur fram að verið sé að vinna í að stoppa sendingarnar. Tilmælum er beint til allra að opna ekki tölvupósta sem berast frá starfsmönnum Blönduósbæjar og innihalda pdf reikning eða eru grunsamlegir í útliti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga