Frá Kjalvegi. Ljósm: FB/Bfj. Blanda
Frá Kjalvegi. Ljósm: FB/Bfj. Blanda
Fréttir | 13. nóvember 2019 - kl. 21:04
Bílar sátu fastir á Kjalvegi

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu hafa í tvígang undanfarna daga fengið beiðni um aðstoð á Kjalvegi. Síðastliðinn föstudag höfðu tveir ferðamenn fest bíl sinn fyrir sunnan Hveravelli og í dag sátu tveir bílar fastir við Dúfunefsfell, sem er norðaustur af Hveravöllum. Annar bíllinn var bilaður en vel gekk að losa bílana og koma þeim og ferðamönnunum á beina braut niður á þjóðveg 1, „sem er besta leiðin á þessum árstíma fyrir óbreytta bíla“, eins og segir á Facebook síðu Björgunarfélagsins Blöndu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga