Hótel Laugarbakki. Ljósm: hotellaugarbakki.is
Hótel Laugarbakki. Ljósm: hotellaugarbakki.is
Fréttir | 17. nóvember 2019 - kl. 14:43
Varað við óheiðarlegum hótelgestum

Óprúttnir ferðalangar hafa undanfarið stundað það að panta sér gistingu á Norðurlandi, stela verðmætum og stinga af án þess að borga. Varað er við þjófunum á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Hótel Laugarbakki fékk að kenna á þessum óprúttnu aðilum. Bókað var herbergi í tvær nætur á nafni Julia Hurlay og greiðslu lofað fyrir brottför.

Tveir karlmenn mættu svo á hótelið og viltu borga við útritun. Þeir sögðust vera vinir og ætluðu að gista saman fyrri nóttina en svo færi annar og eiginkona hins kæmi í staðin og myndi gista seinni nóttina. Hún væri með kortið til að borga.

Mennirnir tveir borðuð á hótelinu og settu reikninginn á herbergið. Gista þeir svo fyrri nóttina en hafa ekki sést síðan. Þeir stálu einnig farsímanum úr herberginu. Reikningurinn sem hótelið situr uppi með er rúmar 80 þúsund krónur. Hvetur staðarhaldarinn á Hótel Laugarbakka fólk í gistigeiranum til að hafa varann á og hafa samband við lögreglu, verði það vart við eitthvað svipað.

Á Viking Cottages & Apartments á Akureyri var sama uppi á teningnum. Bókað var í nafni Juliu Hurley. Þeir menn mættu á staðinn stálu þaðan verðmætum sem hótelhaldari metur á um 200.000 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga