Frá tónleikunum. Ljósm: Skarphéðinn Einarsson.
Frá tónleikunum. Ljósm: Skarphéðinn Einarsson.
Í Blönduóskirkju. Ljósm: Skarphéðinn Einarsson.
Í Blönduóskirkju. Ljósm: Skarphéðinn Einarsson.
Fréttir | 21. nóvember 2019 - kl. 11:00
Fjölsóttir styrktartónleikar í Blönduóskirkju

Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá vígslu orgelsins í Blönduóskirkju voru haldnir tónleikar í kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Fjöldi manns mætti í kirkjuna og hlustaði á húnvetnska tónlistarmenn sem bæðu sungu og spiluðu á hljóðfæri sín með orgelinu. Enginn aðgangseyrir var á tónleikana en söfnunarkassi var á staðnum fyrir þá sem vildu styrkja orgelsjóðinn.

Á tónleikunum komu fram Eyþór Franzson, organisti Blönduóskirkju, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Skarphéðinn Einarsson, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, organisti í Hólaneskirkju, Nína Hallgrímsdóttir, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga