Frá hátíðinni. Ljósm: Þytur.
Frá hátíðinni. Ljósm: Þytur.
Fréttir | 22. nóvember 2019 - kl. 16:17
Höfðabakki valið ræktunarbú ársins

Fjölmenn uppskeruhátíð hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra, sem haldin var nýverið, tókst vel í alla staði. Hátíðin fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga og var góður rómur gerður að mat og skemmtiatriðum. Ýmis verðlaun og viðurkenningar voru afhentar á hátíðinni. Höfðabakki var valið ræktunarbú ársins en það er í eigu Sigrúnar Kristínu Þórðardóttur og Sverris Sigurðssonar.   

Hæst dæmdi stóðhesturinn var Lómur frá Hrísum með einkunnina 8,67 Ræktandi er Karl Guðmundur Friðriksson. Hæst dæmda hryssan var Flikka frá Höfðabakka með einkunnina 8,49 Ræktendur eru Sigrún Kristín Þórðardóttir Sverrir Sigurðsson.

Aðrar viðurkenningar voru þessar:

Knapar ársins í 1. flokki
1. Jóhann B. Magnússon
2. Helga Una Björnsdóttir
3. Elvar Logi Friðriksson

Knapar ársins í 2. flokki
1. Kolbrún Stella Indriðadóttir
2. Þóranna Másdóttir
3. Sigrún Eva Þórisdóttir

Knapar ársins í ungmennaflokki
1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir
2. Karítas Aradóttir
3. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir

Kynbótahross ársins

Stóðhestar 4 v.
1. sæti Atli frá Efri-Fitjum a.e 8,23 
2. sæti Garri frá Bessastöðum a.e 7,68

Hryssur 4 v.
1. sæti Örk frá Lækjamóti a.e 7,97
2. sæti Hrönn frá Lækjamóti a.e 7,87
3. sæti Sif frá Bessastöðum a.e 7,78

Stóðhestar 5 v.
1. sæti Áfangi frá Víðidalstungu II a.e 8,20
2. sæti Sjafnar frá Syðra-Kolugili a.e 8,15

Hryssur 5 v.
1. sæti Písl frá Höfðabakka a.e 8,27
2. sæti Djásn frá Lækjamóti a.e 8,22
3. sæti Stjórn frá Gauksmýri a.e 7,98

Stóðhestar 6 v.
1. sæti Gustur frá Efri-Þverá a.e 8,33
2. sæti Spölur frá Efri-Þverá a.e 8,21

Hryssur 6 v.
1. sæti Drift frá Höfðabakka a.e 8,43
2. sæti Byrjun frá Höfðabakka a.e 8,40
3. sæti Frelsun frá Bessastöðum a.e 8,28

Stóðhestar 7 v.
1. sæti Lómur frá Hrísum a.e 8,67
2. sæti Garri frá Gröf a.e 8,12
3. sæti Rignir frá Efri-Fitjum a.e 7,80

Hryssur 7 v.
1. sæti Flikka frá Höfðabakka a.e 8,49
2. sæti Brúney frá Grafarkoti a.e 8,24
3. sæti Villa frá Efri-Þverá a.e 8,17

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga