Fréttir | 27. nóvember 2019 - kl. 10:36
Árshátíð Húnavallaskóla er á föstudaginn

Árshátíð Húnavallaskóla verður haldin föstudaginn 29. nóvember klukkan 20:30 en húsið opnar hálftíma fyrr eða klukkan 20:00. Fjölbreytt skemmtiatriði verða í boði, bæði leiksýningar og tónlistaratriði. Nemendur í 7. og 8. bekk sýna Rauðhettu og nemendur í 9. og 10. bekk flytja leikritið Miðsumarnæturdraumar í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Eftir skemmtiatriðin verður hið rómaða veislukaffi. Og svo verður dansaði til klukkan 01:00.

Miðaverð (innifalið er kaffihlaðborð):
3.000 kr. fyrir 16 ára og eldri
1.000 kr. fyrir 7-15 ára.
Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Skólablaðið Grettistak verður selt á staðnum á 1.200 kr.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga