Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 27. nóvember 2019 - kl. 16:48
Beiðni hafnað um fleiri hjúkrunarrými

Heilbrigðisráðuneytið hefur hafnað beiðni hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd um að fá úthlutað einu hjúkrunarrými til viðbótar við þau níu sem fyrir eru. Hjúkrunarrýmin á Sæborg eru fullnýtt og hafa verið það í nokkur ár. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ekki er hægt að fjölga rýmum nema að fjárveiting liggi fyrir. Þá segir að forgangsröðun í fjölgun hjúkrunarrýma á svæðinu ráðist af þörf á hverju svæði fyrir sig og er tekið fram að fjöldi hjúkrunarrýma á Skagaströnd sé umfram fjölda en gengur og gerist í sveitarfélögum af sambærilegri stærð. Á grundvelli þess sé beiðninni hafnað.

Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu Austur-Húnavatnssýslu í gær. Stjórn byggðasamlagsins fól framkvæmdastjóra og forstöðumanni að halda málinu áfram og skrifa bréf til ráðuneytisins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga